top of page

Bakaður hakkréttur

fyrir 4 

 

500 gr hakk

300 gr kartöflur

2 dl rjómi

2 hvítlauksgeirar 

200 gr gratínostur

krydd að eigin vali

nautakraftur

salt og nýmalaður svartur pipar

 

Aðferð:

Steikið hakkið á pönnu og kryddið að eigin vali.

Skerið kartöflurnar í þunnar skífur. Setjið kartöflurnar í eldfast mót. Sjóðið saman rjóma og hvítlauk, kryddið með nautakrafti, salti og nýmuldum svörtum pipar. Hellið yfir kartöflurnar og stráið hakkinu þar yfir. Stráið loks ostinum yfir og bakið við 200° C í 25 – 30 mínútur eða þar til kartöflurnar eru eldaðar.

 

 

Höfundur Árni Þór Arnórsson

www.gottimatinn.is

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page