top of page
IMG_1145.jpg

Piparsteik

Fyrir 6

Hráefni

6 stk steikur úr lund ( ca 200 gr hver)

nýmulinn svartur pipar

salt

mulinn rósapipar

mulinn grænpipar

Sinnepspiparsósa

30 gr smjörlíki

30 gr hveiti

6 dl nautasoð eða vatn og kjötkraftur

1 dl rjómi

1 tsk grófmulinn svartur pipar

1 tsk grófmulinn grænn pipar

1 tsk grófmulinn rósapipar

1,5 tsk sætt sinnep

3 dropar Tabasco sósa

Meðlætið

Bökuð kartafla og mikið af steiktum sveppum.

6 stk bökunarkaröflur

500 gr sveppir

100 gr smjör til steikingar

smá olía

Aðalrétturinn

Nuddið steikurnar með piparnum og steikið á pönnu í 3-5 mínútur á hvorri hlið í olíu.  Takið af og haldið heitu meðan sósan er löguð á pönnunni.  Berið fram ásamt steiktu sveppunum, bökuðu kartöflunum og sósunni.

 

Sósan

Bræðið smjörlíkið og búið til smjörbollu með því að bæta hveitinu saman við.  Hellið soðinu hægt á pönnu og þeytið á milli þannig að kekkjist ekki.  Látið suðuna koma hægt upp og hrærið öðru hvoru.  Bætið því næst piparnum og rjómanum og látið krauma í nokkrar mínútur til viðbótar, bætið þá sinnepinu og Tabasco sósunni út í.  Setjið lok á pönnuna og látið standa í eina klukkustund, smakkið sósuna til með salti og meiri pipar eftir smekk.  Litið með sósulit.

Sveppirnir

Sveppirnir eru steiktir í smjörinu og olíunni.

Heilræði/holl ráð

Sósuna má einnig laga úr tilbúnum piparblöndum en þá þarf að nota meira magn en gefið er upp í uppskriftinni.  Tilgangurinn með því að láta sósuna standa í klukkutíma eftir að hún er löguð er að þá samlagast piparinn sósunni og gefur henni fyllra piparbragð.  Gott er að bæta sósuna með smá slettu af koníaki.

Þessi réttur er úr metsölubókinni Veislubók Hagkaupa 1997

Höfundar

Árni Þór Arnórsson, Ingvar Siguðrsson, Óskar Finnsson, Kristján Sigfússon

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page