
Entrecote steik með rösti
Fyrir 6
Hráefni
6 Entrecote steikur c.a. 200 g hver steik
Salt og pipar
Sósa
Soðsósa með gráðosti
½ lítri dökkt kjötsoð (eða vatn og teningur)
100 gr gráðostur
Sósujafnari
Kartöflu og seljurótar rösti
400 gr kartöflur
200 gr afhýdd sellerírót
50 gr smjör
Salt
Vorlaukur
18 stk vorlaukar litlir
Aðalrétturinn
Skerið fituna í gegnum sinina á þremur stöðum á steikunum. Steikið á pönnu í olíu í 3-4 mínútur á hvorri hlið, kryddið.
Fyllingin
Sósan
Sjóðið upp soðið og þykkið með sósujafnara. Klípið gráðostinn í sósuna rétt áður en hún er borin fram. Osturinn á að vera í kekkjum í sósunni.
Kartöflu og seljurótar rösti
Afhýðið og rífið kartöflur og sellerírótina með grófu rifjárni í strimla. Þerrið vel. Bræðið smjörið og látið standa til að undanrennan botnfalli. Fleytið smjörinu ofan af og blandið í kartöflurnar. Saltið og setjið í sex sátur á smurða bökunarplötu.
Bakið við 180°C á blæstri í 30 mínútur.
Vorlaukur
Steikið vorlaukinn úr smjöri og látið krauma undir loki í 5-6 mínútur.
Þessi réttur er úr metsölubókinni Veislubók Hagkaupa 1997
Höfundar
Árni Þór Arnórsson, Ingvar Siguðrsson, Óskar Finnsson, Kristján Sigfússon