top of page

Mexikóskar osta kjötbollur
Fyrir 3-4 persónur
500 gr hakk
1 bréf taco krydd
100 gr rifinn mexikóostur
1 stk egg
1 dl brauðraspur
50 gr rifinn laukur
100 gr kotasæla
5 dl salsasósa
200 gr gratínostur
Aðferð:
Hrærið vel saman hakk, tacokrydd, mexikóost, egg, brauðrasp, lauk og kotasælu.
Lagið litlar bollur og setjið í eldfast mót. Hellið salsasósunni yfir og stráið yfir gratínostinum bakið í 25-35 mín á 180° berið fram með salati, nahosflögum, guqamole og sýrðum rjóma
Höfundur Árni Þór Arnórsson
bottom of page