
Creme caramel
Fyrir 6
Hráefni
200gr sykur
½ l mjólk
vanilludropar
100 gr sykur
4 egg
2 eggjarauður
Aðferð
Brúnið 200 gr af sykri á lítilli pönnu, passið að brenna ekki. Hellið sykrinum í botn á 6 timbalaformum eða soufflé skálum (má líka notast við kaffibolla). Sjóðið mjólkina með vanilludropunum og sykri. Kælið aðeins. Blandið eggjum og rauðum saman í skál með sleif, ekki þeyta. Hrærið volgri mjólkurblöndunni varlega saman við með sleif. Hellið í skálarnar og lokið með álpappír. Gerið lítið gat á álpappírinn með mjóum hníf. Setjið skálarnar í djúpa ofnskúffu og hellið heitu vatni í þannig að fljóti upp á miðjar skálarnar. Bakið í 40-50 mínútur við 130°c, kælið. Skerið meðfram búðingnum með mjóum hníf og hvolfið á diska.
Heilræði/holl ráð
Gott er að bera fram ferska ávexti og jafnvel þeyttan rjóma með. Oftast er rétturinn samt borinn fram einn og sér.
Þessi réttur er úr metsölubókinni Veislubók Hagkaupa