top of page

Creme caramel

Fyrir 6

 

Hráefni

200gr sykur

½ l mjólk

vanilludropar

100 gr sykur

4 egg

2 eggjarauður

 

Aðferð

Brúnið 200 gr af sykri á lítilli pönnu, passið að brenna ekki.  Hellið sykrinum í botn á 6 timbalaformum eða soufflé skálum (má líka notast við kaffibolla).  Sjóðið mjólkina með vanilludropunum og sykri.  Kælið aðeins.  Blandið eggjum og rauðum saman í skál með sleif, ekki þeyta.  Hrærið volgri mjólkurblöndunni varlega saman við með sleif.  Hellið í skálarnar og lokið með álpappír.  Gerið lítið gat á álpappírinn með mjóum hníf.  Setjið skálarnar í djúpa ofnskúffu og hellið heitu vatni í þannig að fljóti upp á miðjar skálarnar.  Bakið í 40-50 mínútur við 130°c, kælið.  Skerið meðfram búðingnum með mjóum hníf og hvolfið á diska.

 

Heilræði/holl ráð

Gott er að bera fram ferska ávexti og jafnvel þeyttan rjóma með.  Oftast er rétturinn samt borinn fram einn og sér.

 

Þessi réttur er úr metsölubókinni Veislubók Hagkaupa

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page