top of page

Súkkulaði skyramisú
Botn:
6-8 stk prins polo
2 dl sterkt esprossokaffi
Fylling:
400 gr rjómaostur
200 gr cappuchinoskyr
150 gr hvítt súkkulaði
2 msk koníak eða góður kaffilíkjör
100 gr flórsykur
2 eggjarauður
Aðferð:
Raðið prinspolo í form og bleytið í með espressokaffinu. Hrærið saman rjómaosti, cappuchinoskyri, sykri og eggjarauðum. Bræðið súkkulaðið og blandið koníaki eða kaffilíkjör saman við hrærið saman og bætið loks varlega í rjómaostblönduna. Setjið blönduna yfir prins pólóið og kælið. Stráið kakói yfir og rífnum hvítu súkkulaði áður en kaka er borinn fram.
Höfundur Árni Þór Arnórsson
bottom of page