top of page
sukkuladi-skyramisu-3.jpg

Súkkulaði skyramisú

 

Botn:

6-8 stk prins polo

2 dl sterkt esprossokaffi

 

Fylling:

400 gr rjómaostur

200 gr cappuchinoskyr

150 gr hvítt súkkulaði

2 msk koníak eða góður kaffilíkjör

100 gr flórsykur

2 eggjarauður

 

Aðferð:

 

Raðið prinspolo í form og bleytið í með espressokaffinu. Hrærið saman rjómaosti, cappuchinoskyri, sykri og eggjarauðum. Bræðið súkkulaðið og blandið koníaki eða kaffilíkjör saman við hrærið saman og bætið loks varlega í rjómaostblönduna. Setjið blönduna yfir prins pólóið og kælið. Stráið kakói yfir og rífnum hvítu súkkulaði áður en kaka er borinn fram. 

Höfundur Árni Þór Arnórsson

www.gottimatinn.is

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page