
Nauta prime ribs með fylltum kartöflum
Fyrir 6
Hráefni
2,5 kg prime ribs, heill
salt
nýmulinn svartur pipar
Soðsósa
½ líter nautasoð dökkt og bragðmikið
Bakaðar kartöflur
6 bökunarkartöflur
½ sellerírót
50 gr smjör
salt og pipar
Salat "Americana"
1 haus Iceberg salat
Frisesalat til skrauts
8 stk cherry tómatar
¼ hluti agúrka
12 blá vínber
ferk steinselja
6 sneiðar beikon
1 hvítlauksrif
4 franskbrauðsneiðar eða 2 bollar brauðteningar (crutons)
1 stk Bóndabrie ostur
Aðferð:
Aðalrétturinn:
Kryddið kjötið og setjið á grind í ofn við 250° c í 10 mínútur. Takið út og látið ofninn kólna niður í 140° c. Steikið áfram í 2-2½ tíma, eða þar til kjötmælir hefur náð 58°c, medium steikt.
Sósan
Bragðmikið soðið er borið fram með.
Bakaðar kartöflur
Bakið kartöflurnar með kjötinu 1-1 1/2 tíma . Afhýðið sellerírótina, skerið í bita og sjóðið í vatni í 30 mínútur. Takið kartöflurnar, skerið hattinn ofan af og takið innanúr með skeið, maukið sellerírótina og blandið kartöflunum í og kryddið. Bætið í smjörinu og fyllið kartöfluhýðin með músinni. Bregðið undir grill augnablik.
Salat Americana:
Steikið beikonið stökkt á pönn. Látið kólna á eldhúspappír. Geymið pönnuna með fitunni. Skerið skorpuna af brauðinu og skerið það í teninga. Bræðið smá smjörklípu á beikonpönnunni og látið brauðteningana ristast við meðalhita í nokkrar mínútur. Hristið pönnuna þannig teningarnir brúnist á öllum hliðum. Stráið ögn af fínt söxuðum hvítlauk á pönnuna u.þ.b. þegar teningarnir eru að verða tilbúnir ásamt steinselju, salti og pipar.
Kælið teningana á pappír. Skolið salatið og rífið niður, skerið gúrkuna, tómatana og vínberin niður. Blandið öllu saman í skál. Skerið ostinn í teninga og stráið honum yfir ásamt beikoninu og brauðteningunum. Síðast er steinseljunni stráð yfir.
Heilræði/holl ráð
Bragðmikið nautasoð má laga með vatni og teningum eða kaupa dósir eins og "Campells consomme"
Þessi réttur er úr metsölubókinni Veislubók Hagkaupa 1997
Höfundar
Árni Þór Arnórsson, Ingvar Siguðrsson, Óskar Finnsson, Kristján Sigfússon