top of page
Eftirrettir01-Skyrkaka.jpg

Irish coffee ostaskyrkaka

Fyrir 6 pers

Innihald:

200 gr makkarónukökur

50 gr púðursykur

½ dl whisky

1 dl sterkt expressokaffi

400 gr rjómaostur

2 dósir skyr.is vanillu 170 gr

4 dl rjómi

50 gr flórsykur

1 msk hlynsíróp

3 stk matarlímsblöð

 

Aðferð:

Blandið saman expressokaffi, whisky og púðursykri, myljið makkrónukökurnar niður og bætið í kaffiblönduna. Setjið í botninn í skál eða fati.

Leggið matarlimið í bleyti í kalt vatn. Blandið saman rjómaosti, vanilluskyri og flórsykri og hrærið vel saman, þeytið rjóman og setjið saman við blönduna. Leysið matarlímið upp í hlynsírópi og hrærið varlega í blönduna. Setjið blönduna yfir makkarónukökurnar og kælið í 2-3 tíma. Stráið súkkulaðispæni yfir kökuna og berið fram með góðu kaffi.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson 

Fyrir Vínbúðina

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page