top of page

Grillaðar kjúklingabringur með fylltum portabellosveppum

og grilluðum sætkartöfluskífum

Fyrir 4

 

4 stk kjúklingabringur

1 msk ferskt rosmaryn

½ dl olía

 

Aðferð:

Blandið olíu og söxuðu rosmaryn saman látið liggja á í 1 tíma má liggja á yfir nótt. Hitið grillið og grillið kjúklingabringurnar þar til þær eru gegnum eldaðar.

 

Grillaðir portabellosveppir fylltir með gullosti

Fyrir 4 sem meðlæti

 

4 stk stórir portabellosveppir eða 8 stk  smærri sveppir

2 msk olía til penslunar

salt og nýmulinn svartur pipar

1 stk gullostur skorinn í 8 bita

Aðferð:

Takið stilkinn úr sveppunum. Penslið sveppina með olíu og setjið á heitt grillið látið botninn snúa upp. Snúið við og kryddið með salti og pipar. Setjið 2 helminga af gullosti í hvern sveppa. Grillið þar til osturinn hefur bránað. Berið fram sem meðlæti með grillmat jafnvel grilluðum laxi.

 

Sætkartöfluskífur

12 stk 2-3 cm sneiðar af sætum kartöflum

Olía til pennslunar

Salt og nýmulinn svartur pipar

 

Aðferð:

Pennslið sneiðarnar með olíu og grillið. Kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar

Höfundur: Árni Þór Arnórsson

www.gottimatinn.is

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page