top of page
Chicken Noodle Soup

Sterk kjúklingasúpa

Fyrir 6

 

Innihald:

1 msk olía

150 g sveppir saxaðir

100 g paprika söxuð

25 g ferskur engifer saxaður

1 msk saxaður hvítlaukur

1 - 2 msk chillimauk eftir hvað þú þolir

1 liter kjúklingasoð eða vatn og kraftur

250 ml matreiðslurjómi

2 msk fiskisósa

1 msk sykur

2 msk limesafi

300 g eldaður kjúklingur

100 g vorlaukur saxaður

4 msk koriander

 

Aðferð:

Hitið olíuna í potti og bætið í sveppum , papriku, engifer og hvítlauk látið krauma í 2-3 mínútur. Bætið í chilli og hrærið vel saman. Bætið loks í kjúklingasoði, fiskisósu, sykri og limesafa. Látið sjoða í 2-3 mínutur. Lækkið hitann og látið sjóða í 8-10 mínútur. Bætið í kjúkling og matreiðslurjóma og látið sjóða í 2-3 mínútur. Að lokum bætið í vorauk og koriander og berið súpuna framm með auka chilli mauki fyrir þá sem það þola

Árni Þór Arnórsson

www.isfugl.is

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page