
Sterk kjúklingasúpa
Fyrir 6
Innihald:
1 msk olía
150 g sveppir saxaðir
100 g paprika söxuð
25 g ferskur engifer saxaður
1 msk saxaður hvítlaukur
1 - 2 msk chillimauk eftir hvað þú þolir
1 liter kjúklingasoð eða vatn og kraftur
250 ml matreiðslurjómi
2 msk fiskisósa
1 msk sykur
2 msk limesafi
300 g eldaður kjúklingur
100 g vorlaukur saxaður
4 msk koriander
Aðferð:
Hitið olíuna í potti og bætið í sveppum , papriku, engifer og hvítlauk látið krauma í 2-3 mínútur. Bætið í chilli og hrærið vel saman. Bætið loks í kjúklingasoði, fiskisósu, sykri og limesafa. Látið sjoða í 2-3 mínutur. Lækkið hitann og látið sjóða í 8-10 mínútur. Bætið í kjúkling og matreiðslurjóma og látið sjóða í 2-3 mínútur. Að lokum bætið í vorauk og koriander og berið súpuna framm með auka chilli mauki fyrir þá sem það þola
Árni Þór Arnórsson