top of page

Grískur kjúklingur með fetaosti og grískri jógúrt

Fyrir 4-6

 

4 stk kjúklingabringur skornar í strimla

1 msk smjör

1 msk olía

salt og nýmalaður svartur pipar

 

Sósa

2 stk hvítlauksgeirar

1 stk meðalstór rauðlaukur

2 dl hænsnasoð (vatn og kraftur)

2 dl grísk jógúrt

1 msk maisenamjöl

100 gr fetaostur í olíu

2 tsk rósmarín

2 tsk soyjasósa

 

Til að strá yfir

1 dl góðar ólífur í olíu

50 gr feta í teningum

2 msk saxað ferskt rósmarín (má sleppa)

 

Aðferð:

Brúnið kjúklingastrimlana í smjörinu og olíunni, Kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Setjið laukinn og hvítlaukinn á pönnuna og bætið kjúklingasoðinu í, rósmarín og soyjasósu.

Bætið í fetaostinum og sjóðið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Lækkið hitann, hrærið jógúrti og maisenamjöli saman og bætið varlega í sósuna gætið að sjóða ekki mikið eftir að jógúrtin er komin saman við.

Stráið ólífum, fetaosti og fersku rósmarín yfir og berið fram með nýbökuðu brauði.

 

Höfundur: Árni Þór Arnórsson

www.gottimatinn.is

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page