top of page

Gljáð jarðaber

Fyrir 6

 

Hráefni

750 gr jarðaber

2½ dl mjólk

2 tsk maisenamjöl

2 eggjarauður

50 gr sykur

vanilludropar

2½ dl rjómi

 

Aðferð

Aðalrétturinn

Leysið maisenmjölið upp í kaldri mjólkinni, bætið vanillunni í og sjóðið upp ásamt helmingnum af sykrinum.  Þeytið eggjarauðurnar og helming af sykri usn ljóst og létt.  Þeytið heitri mjólkurblöndunni varlega saman við.  Setjið í skál og þeytið yfir gufu uns blandan þykknar.  Snöggkælið.  Þeytið rjómann og bætið í kremið með sleif.

Skolið jarðaberin, þerrið og skerið laufin af.  Skrerið í tvennt eða hafið heil, eftir stærð.  Setjið á fat eða staka diska, hellið kreminu yfir og setjið undir grill í nokkrar mínútur eða þar til kremið hefur brúnast fallega.

 

Heilræði/holl ráð

Þegar þeytt er yfir gufu er átt við að örlítið vatn sé sett í pott og látið sjóða við mjög vægan hita, eiginlega án þess að sjóða.  Skálin er sett ofan á pottinn.  Þannig að gufan nái að hita megnið af skálinni.

 

Þessi réttur er úr metsölubókinni Veislubók Hagkaupa

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page