top of page

Reyktur lax með graslaukspannacotta og sýrðu hvítkáli

Forréttur fyrir 8 pers eða smáréttur fyrir 16

 

Innihald:

16-20 sneiðar reyktur lax

3 dl rjómi

2 blöð matarlím

1dl  ab-mjólk

1 dl sýrður rjómi 18%

2 msk saxaður graslaukur

1 msk fínt saxaður laukur

Salt og nýmulinn svartur pipar

 

Aðferð:

Klæðið lítil form eða kaffibolla með plastfilmu og klæðið svo  með laxi. Setjið matalím í bleyti í kalt vatn hitið 3 dl af rjóma. Takið af hitanum og leysið matarlímið upp í rjómanum. Kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Bætið í ab mjólk og sýrðum rjóma að lokum stráið graslauk og lauk út i.

Hellið blöndunni í bollana og látið stífna minnst 4 tíma ( Gott að laga daginn áður )

 

Sýrt hvítkál:

 

Innihald:

200 gr hvítkál

50 gr laukur

Safi og börkur af ½ sítrónu

2 msk saxaður graslaukur

2 msk ólífuolía

1 msk hlynsíróp

Salt og nýmulinn svartur pipar

 

Aðferð: skerið hvítkálið í fína strimla, saxið laukinn blandið saman við olíu hlynsíróp og safa og börk af sítrónunni kryddið með salti og pipar.

 

Höfundur Árni Þór Arnórsson

www.gottimatinn.is

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page