
Reyktur lax með graslaukspannacotta og sýrðu hvítkáli
Forréttur fyrir 8 pers eða smáréttur fyrir 16
Innihald:
16-20 sneiðar reyktur lax
3 dl rjómi
2 blöð matarlím
1dl ab-mjólk
1 dl sýrður rjómi 18%
2 msk saxaður graslaukur
1 msk fínt saxaður laukur
Salt og nýmulinn svartur pipar
Aðferð:
Klæðið lítil form eða kaffibolla með plastfilmu og klæðið svo með laxi. Setjið matalím í bleyti í kalt vatn hitið 3 dl af rjóma. Takið af hitanum og leysið matarlímið upp í rjómanum. Kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Bætið í ab mjólk og sýrðum rjóma að lokum stráið graslauk og lauk út i.
Hellið blöndunni í bollana og látið stífna minnst 4 tíma ( Gott að laga daginn áður )
Sýrt hvítkál:
Innihald:
200 gr hvítkál
50 gr laukur
Safi og börkur af ½ sítrónu
2 msk saxaður graslaukur
2 msk ólífuolía
1 msk hlynsíróp
Salt og nýmulinn svartur pipar
Aðferð: skerið hvítkálið í fína strimla, saxið laukinn blandið saman við olíu hlynsíróp og safa og börk af sítrónunni kryddið með salti og pipar.
Höfundur Árni Þór Arnórsson