
Rækjubaka með kotasælu og rifnum mexikóosti
Fyrir 8-10 persónur
Bökubotn
Innihald:
250 gr heilhveiti
70 gr smjör
1,5 dl ab-mjólk
½ tsk salt
2-3 msk vatn
Aðferð:
Blandið öllu saman í matvinnsluvél og hnoðið vel saman kælið deigið í c.a. 30 mín. Rúllið út deiginu og setjið í hringform c.a. 24 cm í þvermál setjið deigið vel upp á kantana. Pikkið deigið með gaffli og bakið við 200° í c.a. 10 mín
Fylling
Innihald:
4 stk egg
400 gr kotasæla með hvítlauk
1 stk smáttskorinn ferskur chilli
100 gr smáttskorinn paprika
100 gr blaðlaukur fínt sneiddur
200 gr þiðnar rækjur
200 gr rifinn mexikóostur
Salt og nýmulinn svartur pipar
Aðferð.
Hrærið eggin með gaffli og blandið með kotasælu, chilli, papriku, blaðlauk, rækjum og rifnum osti. Kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Hellið blöndunni í forbakaðan bökubotninn og bakið við 180° í c.a. 15-20 mín eða þar til fyllingin hefur stífnað
Höfundur Árni Þór Arnórsson