
Sykurpúða skyrkaka með hvítu súkkulaði
Botn:
200 g súkkulaðihafrakex
100 g hafrakex
70 g smjör
100 g daim
Aðferð:
Bræðið smjörið, maukið saman kex og daim og bætið bræddu smjörinu saman við. Þrýstið í botninn á springformi. Kælið
Fylling:
150 g hvítt súkkulaði
100 g sykurpúðar
1,5 dl matreiðslurjómi
400 g vanilluskyr
2,5 dl rjómi
3 blöð matarlím
Aðferð:
Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn. Bræðið saman hvíttsúkkulaði sykurpúða og matreiðlsurjómann
Þeytið rjóman og blandið saman við skyrið. Takið matarlímsblöðin úr vatninu og setjið samna við súkkulaði og sykurpúðablönduna. Blandið rjóma og skyrblöndunni varlega saman við og setjið í formið. Kælið í 6-8 tíma gott að laga daginn áður. Berið fram með þeyttum rjóma og ferskum berjum.
Höfundur Árni Þór Arnórsson
Fyrir Kaupfélag Skagfirðinga