top of page
pitupizza-med-rifnum-gradaosti-tomotum-o

Nachospizza

 

Pizzadeig

6 dl spelt mjöl

3 dl hveiti

1 tsk sykur

4 msk olía

4 tsk þurrger

3 dl volgt vatn

1 tsk salt

 

Aðferð:

Hnoðið deigið og látið hefast.

Rúllið út deigið ( Dugar í 2 botna )

Fylling:

6 dl salsasósa

400 gr hakk

1 poki tacokrydd

1 msk saxaður jalapeno

1 stk meðalstór  rauðlaukur í sneiðum

1 poki nachosflögur

200 gr Pizza ostur

200 gr mexikóostur

 

Aðferð:

Steikið hakkið og kryddið með tacokryddinu.  Smyrið salsasósu á pizzabotninn og stráið hakkinu yfir ásamt jalapeno og rauðlauknum. Brjótið nachosflögur yfir og stráið ostinum yfir bakið við 230° í 12-15 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.

 

Berið fram með sýrðum rjóma, ostasósu og gucamole

 

Höfundur Árni Þór Arnórsson

www.gottimatinn.is

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page