top of page
IMG_1146.jpg

Ofnbakaðar ungnautaorður

Fyrir 6

Hráefni

1,2 kg meyr nautavöðvi í 100 gr steikum (td. fillet eða framfillet)

1 stk græn paprika

1 stk  rauð paprika

1 tsk kúmen

½ tsk kórianderduft

1 tsk fínt saxaður engifer

2 stk hvítlauksgeirar fínt saxaðir

2 stk litlir rauðlaukar

4 stk belgbaunir

½ tsk thimian

1 stk rauður chilli

2 dl rauðvín

2 dl nautasoð dökkt (eða vatn og kraftur)

Sósa

Fylltar kartöflur með osti

6 stórar kartöflur

3 msk smjör

2 eggjarauður

½ dl rjómi

salt og pipar

1/4 tsk  rifið múskat eða duft

100 g rifinn ostur

paprikuduft

Aðalrétturinn

Brúnið steikurnar á pönnu og setjið í eldfast mót.  Skerið grænmetið í fallega strimla og steikið á pönnunni í smá olíu.  Bætið hvítlauk og engifer á og því næst soði og víni.  Bætið í kúmeni, kóriander og thimian.  Hellið yfir steikurnar í pottinum og bakið í 10 mínútur við 200°C.  Færið steikurnar upp á diska, ausið vel af sósunni yfir.  Einnig er hægt að bera réttinn fram í mótinu.

Fylltar kartöflur með osti 

Þvoið kartöflurnar vel og sjóðið þær óflysjaðar.  Skerið lok af þeim langsum og takið sem mest innan úr hýðinu með skeið.  Maukið með eggjarauðunum, heitum rjómanum, kryddi og smjöri í skál þar til blandan verður létt og ljós.  Setjið með skeið í kartöflubátana, stráið rifnum ostinum yfir og svo paprikudufti.  Bakið við 200°C þar til kartöflurnar eru orðnar vel brúnar.

Þessi réttur er úr metsölubókinni Veislubók Hagkaupa 1997

Höfundar

Árni Þór Arnórsson, Ingvar Siguðrsson, Óskar Finnsson, Kristján Sigfússon

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page