top of page
bollur-med-gradaosti-og-hnetum.jpg

Bollur með gráðosti og hnetum

c.a. 12-16 stk

 

2 dl hveitiklíð

2 dl haframjöl

6 dl hveiti

1 tsk salt

4 tsk þurrger

100 g valhnetukjarnar saxaðir

3 dl volgt vatn

2 msk olía

4 msk kotasæla

85 gr rifinn gráðostur

 

 

Aðferð:

Blandið öllum þurrefnum saman í skál ásamt hnetunum. Blandið gerinu saman við volgt vatn og olíu, setjið saman við gráðostinn og kotasæluna. Hrærið saman við þurrefnin og hnoðið vel saman. ATH það gæti þurft að bæta í hveiti. Látið deigið hefast á volgum stað í c.a. 15 mín.

Setjið deigið á borðið og hnoðið aftur. Lagið litlar bollur og látið hefast í c.a. 10 mín penslið með mjólk og bakið við 200° í 15 - 20 mín fer eftir stærð.

 

Höfundur: Árni Þór Arnórsson

www.gottimatinn.is

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page