top of page

Karamelluostakaka

 

Botn:

50 gr hafrakex

4 stk caramel súkkulaði

80 gr smjör

 

Aðferð:

Myljið kexið og rífið caramel súkkulaðið í rifjáni. Bræðið smjörið og blandið saman. Setjið í botninn á 24 cm smelluformi. Gott er að setja smjörpappír undir. Kælið

 

Karamella:

100 g hrásykur

20 g smjör

1 dl rjómi

 

Aðferð:

Bræðið sykurinn í potti og gætið að því að hann brenni ekki bætið í smjörinu og hrærið vel saman loks er rjóminn settur saman við og soðið við vægan hita í 4-5 mínútur kælið niður áður en blandað er saman við rjómaostablönduna. 

 

Fyllingin:

3 dl rjómi

275 g hreinn rjómaostur

100 g flórsykur

50 g vanillusykur

karamella (sjá uppskrift hér að ofan)

 

Aðferð: Þeytið rjóman og geymið í kæli. Hrærið saman rjómaost, vanillusykur og flórsykur blandið karamellunni saman við og að lokum þeytta rjómanum setjið í smelluformið og kælið

 

Höfundur Árni Þór Arnórsson

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page