
Mangó piparsteik
Fyrir 6
Hráefni
6 nautasteikur úr fillet c.a. 200 gr hver
salt og pipar
2 msk mulinn pipar, svartur pipar, rósapipar og grænn pipar
1 dl gott mangó chutney
½ dl Brandý
Meðlætið
¼ stk blómkálshaus, meðalstór
1 stk sellerístilkur
1 stk gulrót
1 stk meðalstór spergilkálshaus
6 litlir skalottlaukar (afhýddir og skornir í 4 hluta)
100 g litlir sveppir
6 lauf ferskt basil
2 msk rauðvínsedik
4 dl vatn
1 dl ólífuolía
1 stk hvítlauksgeiri fínt saxaður
2 msk tómatpúrre
safi úr ½ sítrónu
1 tsk hunang
salt
1 súputeningur Maggi
Aðalrétturinn
Byrjið á að laga meðlætið áður en kjötið er steikt. Steikið kjötið í olíu á pönnu, stráið piparnum yfir og setjið mangó chutney á steikurnar. Veltið nokkrum sinnum þannig að steikurnar veltist vel um í mangóinu. Hellið brandý yfir og kveikið í (ekki nauðsynlegt). Skiptið grænmetinu og soðinu á diska, leggið steikurnar ofan á og skreytið með ferskri kryddjurt.
Meðlæti
Skerið og rífið grænmetið í litla bita, steikið á pönnu í hluta af olíunni. Bætið á tómatpúrre, hvítlauk og basil. Bætið á rest af olíu, vatni og ediki. Kryddið með salti og hunangi. Látið malla undir loki í 5 mínútur.
Þessi réttur er úr metsölubókinni Veislubók Hagkaupa 1997
Höfundar
Árni Þór Arnórsson, Ingvar Siguðrsson, Óskar Finnsson, Kristján Sigfússon