top of page

Kjúklingur með camembert og spergilkáli
Fyrir 4 pers
Innihald:
600 g kjúklingabringur eða annar beinlaus kjúklingur
150 g spergilkál
50 g smjör
2 dl rjómi
1 askja Camembert smurostur
salt og pipar
1 stk camembertostur
Aðferð:
Skerið kjúklingabrignurnar í stóra strimla c.a. 4-5 strimlar úr bringu. Skerið spergilkálið í stóra bita. Brúnið strimlana í smjörinu á pönnu ásamt spergiljkálinu. Setjið í eldafastmót og bætið við rjóma og Camembert smurostinum. Bakið við 175° í 30-35 mínútur eða þar til kjúklingurinn eru fulleldaðar. Skerið camembert ostinn í bita og setjið yfir kjúklinginn síðustu 5 mínúturnar í ofninum.
Árni Þór Arnórsson
bottom of page