top of page
IMG_1150.jpg

Nautafillet "Wellington"

Fyrir 6

 

Hráefni

1 Kg ungnautafillet

Sveppamauk (Duxells)

200 gr sveppir

2 stk laukar

100 g skinka

Salt-pipar

1 dl brauðraspur

½ dl madeira sósa

500 gr smjördeig

 

Madeirasósa

7 dl dökkt kjötsoð (eða vatn+teningur)

1 dl madeira

30 g smjör

30 g smjörlíki

30 g hveiti

sósulitur

Beikonkartöflur og soðnar baunir.

600 g kartöflur

100 beikon í bitum

200 g strengjabaunir

2 dl rjómi

pipar

 

Aðalrétturinn

Brúnið kjötið á pönnu, kælið.  Hellið soðinu á pönnuna og sjóðið upp skófina og lagið sósuna.  Saxið sveppi, skinku, lauk og steikið á pönnu í smá olíu.  Kryddið og setjið sósuna á og þurrkið með raspinu.  Rúllið út smjördeiginu og skiptið tvo hluta og annan aðeins stærri. Smyrjið þunnu lagi af maukinu þar á leggið kjötið þar yfir.   Hjúpið kjötið með restinni af maukinu. Pennslið kantana með smá vatni og leggið deigið yfir.  Gerið tvö smá göt í toppin á deiginu.  Bakið í ofnskúffu á blæstri á 15-20 mínútur við 200°  eftir þykkt kjötsins.  Skorið á bretti við veisluborðið.

 

Sósan

Búið til smjörbollu úr smjörlíki og hveiti.  Bakið upp soðið og bætið með madeira.  Litið með sósulit og bragðbætið með salti og pipar.  Bætið sósuna með köldu smjörinu rétt áður en hún er borið fram.  Má ekki sjóða eftir að smjörið er komið í.

Beikonkartöflurnar

Afhýðið hráar kartöflurnar, brúnið í smá olíu á pönnu ásamt beikoninu.  Setjið í eldfast mót, bætið í rjóma og pipar.  Bakið í 40 mínútur á blæstri við 180°. 

Baunirnar

Sjóðið baunirnar í söltu vatni í 5 mínútur.

Heilræði/holl ráð

Setjið kartöflurnar í ofninn 20 mínútum á undan steikinni og bakið svo með steikinni á blæstri í 15-20 mínútur til viðbótar.

Þessi réttur er úr metsölubókinni Veislubók Hagkaupa 1997

Höfundar

Árni Þór Arnórsson, Ingvar Siguðrsson, Óskar Finnsson, Kristján Sigfússon

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page