
Grillað T-bein með kaldri grænpiparsósu
Fyrir 6
Innihald
6 stórar T-bein steikur
Olía til penslunar
Svartur pipar úr kvörn
Sósa
300 gr sýrður rjómi
100 gr gráðostur
2 msk þurrkaður grænn pipar
½ dl rjómi
1 tsk dijon sinnep
Salt og pipar
Salat "Americana"
1 haus Iceberg salat
Frisesalat til skrauts
8 stk cherry tómatar
¼ hluti agúrka
12 blá vínber
ferk steinselja
6 sneiðar beikon
1 hvítlauksrif
4 franskbrauðsneiðar eða 2 bollar brauðteningar (crutons)
1 stk Bóndabrie ostur
Aðferð
Kjötið
Skerið 3-4 skurði í gegnum fitu og sin á kjötinu. Grillið á snarpheitu grilli í 2-3 mínútur á hvorri hlið.
Sósan
Hitið saman rjóma, gráðost og grænpipar á pönnu þar til osturinn er uppleystur að mestu, kælið. Hrærið út í sýrða rjómann og bragðbætið með salti, pipar og dijon sinnepinu.
Salat Americana:
Steikið beikonið stökkt á pönn. Látið kólna á eldhúspappír. Geymið pönnuna með fitunni. Skerið skorpuna af brauðinu og skerið það í teninga. Bræðið smá smjörklípu á beikonpönnunni og látið brauðteningana ristast við meðalhita í nokkrar mínútur. Hristið pönnuna þannig teningarnir brúnist á öllum hliðum. Stráið ögn af fínt söxuðum hvítlauk á pönnuna u.þ.b. þegar teningarnir eru að verða tilbúnir ásamt steinselju, salti og pipar.
Kælið teningana á pappír. Skolið salatið og rífið niður, skerið gúrkuna, tómatana og vínberin niður. Blandið öllu saman í skál. Skerið ostinn í teninga og stráið honum yfir ásamt beikoninu og brauðteningunum. Síðast er steinseljunni stráð yfir.
Þessi réttur er úr metsölubókinni Veislubók Hagkaupa 1997
Höfundar
Árni Þór Arnórsson, Ingvar Siguðrsson, Óskar Finnsson, Kristján Sigfússon