top of page

Vanilluskyrkökur með dumle snack´s toppi
c.a. 60-70 stk
Innihald
150 gr púðursykur
150 gr smjör
3 egg
200 gr vanilluskyr
180 gr kornflakes
125 gr hveiti
150 gr haframjöl
1 tsk natron
½ tsk salt
c.a. 2 pokar Dumle karamellur skornar í 3 bita
Aðferð
Hrærið saman púðursykur og smjör. Bætið í eggjum og vanilluskyri hrærið vel saman. hrærið saman við kornflakes, hveiti, haframjöli, natron og salti.
Setjið á smjörpappír á ofnplötu. Setjið dumle karamellu á toppinn og þrýstið örlítið á. Bakið við 170°C í 12-15 mínútur.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson
bottom of page