top of page

Hakkabuff á ítalskan hátt

Fyrir 6-8

 

1 kg nautahakk

1,5 dl matreiðslurjómi

4 sneiðar fransbrauð skorpan skorinn af

100 g kotasæla

100 g mozzarella rifinn

2 egg

2 tsk salt

2 tsk nýmalaður svartur pipar

1 msk þurrkuð steinselja

2 tsk þurrkað oregano

2-3 saxaðir hvítlauksgeirar

Hveit til að velta bollunum uppúr

 

 

Aðferð:

Sjóðið upp á rjómanum og tætið skorpulausu brauðsneiðarnar saman við hrærið vel í svo brauðið blandist vel saman við og kælið örlítið. Setjið öll hráefnin saman í skál og blandið saman við með brauðblöndunni. Hrærið allt vel saman í höndunum. Gætið að hræra ekki of mikið því þá gætu buffin orðið seig. Lagið buff  á stærð við egg  og raðið í eldfastmót.  Setjið litla kúlu af mozzarellaosti á toppinn og þrýstið í bolluna þanning að 1/3 af kúlunni standi uppúr.  Bakið við 170°C í 20-35 mínútur

Hellið að lokum tómatsósunni yfir buffin. Einning er hægt að laga litlar bollur sem smárétt.

 

Tómatsósa:

1 stk meðalstór laukur

2 stk hvítlauksgeirar

2 msk olífuolía

1 tsk þurrkað oregano

½ tsk chilliduft

2 dósir niðursoðnir tómatar

1 msk balsamic edik

1 msk sykur

 

Aðferð:

Saxið laukinn og hvítlaukinn og gljáið í olífuolíunni bætið við oreganó og chillidufti ásamt niðursoðnum tómötum. Látið malla í c.a. 40 mínútur við vægan hita. Bætið í balsamic ediki og sykri og látið sjóða í 10 mín í viðbót. Kryddið til með salti og nýmöldum svörtum pipar.

 

Berið fram með kartöflumús og góðu salati

Árni Þór Arnórsson

Fyrir Kaupfélag Skagfirðinga

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page