
Hakkabuff á ítalskan hátt
Fyrir 6-8
1 kg nautahakk
1,5 dl matreiðslurjómi
4 sneiðar fransbrauð skorpan skorinn af
100 g kotasæla
100 g mozzarella rifinn
2 egg
2 tsk salt
2 tsk nýmalaður svartur pipar
1 msk þurrkuð steinselja
2 tsk þurrkað oregano
2-3 saxaðir hvítlauksgeirar
Hveit til að velta bollunum uppúr
Aðferð:
Sjóðið upp á rjómanum og tætið skorpulausu brauðsneiðarnar saman við hrærið vel í svo brauðið blandist vel saman við og kælið örlítið. Setjið öll hráefnin saman í skál og blandið saman við með brauðblöndunni. Hrærið allt vel saman í höndunum. Gætið að hræra ekki of mikið því þá gætu buffin orðið seig. Lagið buff á stærð við egg og raðið í eldfastmót. Setjið litla kúlu af mozzarellaosti á toppinn og þrýstið í bolluna þanning að 1/3 af kúlunni standi uppúr. Bakið við 170°C í 20-35 mínútur
Hellið að lokum tómatsósunni yfir buffin. Einning er hægt að laga litlar bollur sem smárétt.
Tómatsósa:
1 stk meðalstór laukur
2 stk hvítlauksgeirar
2 msk olífuolía
1 tsk þurrkað oregano
½ tsk chilliduft
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 msk balsamic edik
1 msk sykur
Aðferð:
Saxið laukinn og hvítlaukinn og gljáið í olífuolíunni bætið við oreganó og chillidufti ásamt niðursoðnum tómötum. Látið malla í c.a. 40 mínútur við vægan hita. Bætið í balsamic ediki og sykri og látið sjóða í 10 mín í viðbót. Kryddið til með salti og nýmöldum svörtum pipar.
Berið fram með kartöflumús og góðu salati
Árni Þór Arnórsson
Fyrir Kaupfélag Skagfirðinga