top of page

Kjúklingabringur með hnetusmjöri

fyrir 4-6

 

Innihald:

4-6 stk kjúklingabringur

200 g hnetusmjör

1/2 chillipipar smátt saxaður

2 msk kokosolía

2 epli skræluð, kjarnhreinsuð og söxuð í teninga

Salt og nýmalaður svartur pipar

 

Aðferð:

Skerið kjúklingabringuna í strimla og raðið í eldfast mót smurt með kókosolíu kryddið með salti og pipar. Hrærið saman hnetusmjöri, chiilipipar, kókosolíu og eplateningum. Smyrjið blönduuni yfir kjúklinginn og bakið við 175°c í 30-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður.

 

Berið fram með blönduðu steiktu grænmeti og salati

 

Höfundur Árni Þór Arnórsson

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page