top of page

Kjúklingur með sinnepssósu, kornflakesraspi og sætkartöflugratíni

Fyrir 6-8

 

6 stk kjúklingabringur

3 dl sýrður rjómi

2 msk sætt sinnep

1 msk dijon sinnep

3 dl kornflakes

salt og svartur pipar

 

Sætkartöflugratín:

1 kg sætar kartöflur

1 stk meðalstór laukur

100 gr beikon

4 dl rjómi

100 gr piparostur rifinn

200 gr gratínostur

salt 

 

Aðferð kjúklingur 

Takið skinnið af bringunum og setjið í smurt form kryddið með salti og nýmuldum sv.pipar. Blandið saman sýrðum rjóma og sinnepi og smyrjið yfir kjúklingin. Stráið því næst muldu kornflakes yfir svo það hylji vel kjúklinginn. Bakið við 185° í c.a. 30 mín eða þar til bringurnar eru gegnum steiktar.

 

Aðferð sætkartöflugratín

Skrælið og skerið sætarkartöflur í teninga og saxið laukinn setjið í eldfast mót. Steikið bacon á pönnu og hellið rjóma yfir bætið í rifnum piparosti blandið vel saman hellið rjómablöndunni yfir kartöflurnar og stráið loks gratínosti yfir.

Bakið við 175° í 30 – 40 mín

 

Höfundur: Árni Þór Arnórsson

www.gottimatinn.is

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page