
Heilsteiktur nautahryggsvöðvi "Bernaise"
Fyrir 6
Hráefni
1,5 kg nautahryggsvöðvi
Salt og pipar
Olía til steikingar
Heimalöguð Bernaise sósa
400 gr smjör
4 stk eggjarauður (við stofuhita)
1 msk estragone
1 msk bernaise essens
1 msk heitt vatn
ögn kjötkraftur
salt og pipar
Snöggsoðnar strengjabaunir, smámaís og bakaðir kartöflubátar
200 g strengjabaunir
18 stk smámaís
4 stk bökunarkartöflur
Aðalrétturinn
Skerið rendur í fituna og sinina undir fitunni án þess að skera í kjötið sjálft. Brúnið vöðvann á pönnu vjið snarpan hita á öllum hliðum. Kryddið með salti og pipar. Setjið í 80° c heitan ofn á blæstri í 60-70 mínútur. Notið kjöthitamæli og þegar kjarninn hefur náð 58°c er vöðvinn tilbúinn. Takið steikina út úr ofninum og hvílið undir klút eða stykki í 15 mínútur. Þannig nær safinn í kjötinu að setjast áður en það er skorið.
Sósan
Bræðið smjörið. Þeytið saman í heitri skál eggjarauður, vatn, essens og estragon þar til þykknar. Bregðið yfir gufu smá stund og þeytið í á meðan. Eggjablandan á að vera rétt volg. Bætið bræddu smjörinu hægt út í, fyrst í dropatali, svo í mjórri bunu. Þeytið rösklega í á meðan. Smjörið á að vera volgt, ekki heitt. Bragðbætið með salti og pipar og ögn af kjötkrafti.
Meðlætið
Hálfsjóðið kartöflurnar, kælið og skerið í báta. Veltið upp úr smá olíu og kryddið með paprikudufti. Setjið í ofnskúffu og bakið undir grilli í miðjum ofni meðan steikin er að hvílast. Snöggsjóðið baunirnar og maísinn í léttsöltu vatni.
Þessi réttur er úr metsölubókinni Veislubók Hagkaupa 1997
Höfundar
Árni Þór Arnórsson, Ingvar Siguðrsson, Óskar Finnsson, Kristján Sigfússon