
Lax steiktur í haframjöli með ostavínberjasalati og rjómbökuðum eplakartöflum
Fyrir 6 pers
Innihald:
1 – 1,2 kg lax
3 dl haframjöl
1 dl heilhveiti
Salt og pipar
2 msk smjör til steikingar
Aðferð:
Setjið heilhveiti og haframjöl í matvinnsluvél. Veltið laxastykkjunum upp úr haframjöl og hveitiblöndunni og steikið í smjöri á báðum hliðum, færið á eldfast fat og bakið við 180° í c.a. 10 mín
Rjómabakaðar eplakartöflur
Innihald:
600 gr kartöflur
2 stk epli
3 dl rjómi
125 gr rjómaostur með kryddblöndu
2 msk ferskur graslaukur
Salt og pipar
Aðferð:
Skerið kartöflur í þunnar skífur og saxið eplin í bita. Setjið í eldfast form ásamt graslauknum. Kryddið með salti og pipar. Bræðið saman rjóma og rjómaost með kryddblöndu hellið yfir kartöflur og eplin. Bakið við 160° í 40 mínútur
Ostavínberjasalat
Innihald:
1 dós kotasæla með ananas
30 stk græn vínber
30 stk blá vínber
200 gr Maribo-kúmen 26%
100 gr blaðlaukur skronn í sneiðar
1 stk græn paprika skorinn í bita
Aðferð:
Skerið vínberin í 2 hluta og hreinsið steina úr, Bætið í blaðlauk og papriku. Skeið Maribo kúmen ostinn í bita og blandið öllu saman ásamt kotasælu.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson