top of page

Kjúklingur með cashewhntum, olífum, döðlum og pestó
fyrir 4
Innihald:
600 g kjúklingabringur
2 msk olífuolía
salt og pipar
50 g cashewhnetur
100 g döðlur
50 g ólífur
5 msk rautt pestó
2 msk söxuð steinselja
2 tsk saxaður hvítalukur
100 g broccoli
100 g rauðlaukur
Aðferð:
Skerið kjúklinginn í strimla og steikið á pönnu í olíunni kryddið með salti og pipar. Setjið í eldfastmót. Ristið cashefhnetur, broccolí og rauðlauk á pönnunni bætið döðlum, olífum, hvítlauk og pestó saman við. Hellið yfir kjúklinginn og að lokum stráið steinselju yfir. Bakið við 175°c í 25-30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er gegneldaður. Berið fram með góðu brauði og salati.
Árni Þór Arnórsson
bottom of page