.jpg)
Kjúklingaostalasagne
Innihald:
700-800 gr Eldaður kkjúklingur
1 stk meðalstór laukur
400 gr tómatar saxaðir
1 dós hunts tómatar (basil, garlic & oregano)
2 msk tómatpurré
½ dl söxuð steinselja
½ dl fersk basilikum
200 gr rjómaostur
2 dósir kotasæla með hvítlauk
Salt og nýmulinn svartur pipar
½ pakki lasagneplötur c.a. 250 gr
200 gr gratínostur
Aðferð:
Rífið kjúklinginn niður. Setjið kjúklinginn og laukinn á meðalheita pönnu og hitið . Setjið saxaða tómatana, tómatpúrruna og niðursoðnu tómatana. kryddið með salti og pipar. Látið malla saman í c.a 6-8 mín við vægan hita bætið í steinselju og basilikum. og að lokum rjómaostinum gætið að sjóða ekki eftir að rjómaostinum er bætt í. Raðið í form á eftirfarandi hátt. 1 dós kotasæla, lasagneplötur, kjúklingablanda, 100 gr gratínostur, lasagneplötur, 1 dós kotasæla, kjúklingablanda, lasagneplötur, kjúklingablanda og loks restinn af gratínostinum. Bakið við 170°C í 35-40 mín.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson