
Kjúklingur vafinn parmaskinku með fetaostafyllingu og rauðvínssósu
Borinn fram með bökuðum tómötum og salati
Fyrir 6 pers
6 stk meðalstórar kjúklingabringur
6 sneiðar parmaskinka
Fylling
4 msk ristaðar furuhnetur
4 msk dalafeta með sólþurrkuðum tómötum
125 gr rjómaostur með svörtum pipar
Aðferð:
Skerið vasa í kjúklingabringurnar og setjið fyllinguna inn í með teskeið. Vefjið parmaskinkunni utan um og setjið í eldfastmót smurt með olíu. Steikið í ofni við 170° í 15 - 20 mín fer eftir stærð bringnanna
Rauðvínssósa með sólþurrkuðum tómötum
1 stk stór laukur
100 gr sveppir
1/2 líter kjúklingakraftur (vatn og teningur)
1 rauðvínsflaska
50 gr sólþurrkaðir tómatar
4 msk smjör
Salt og svartur pipar
Kjötkraftur til bragðbætingar
Maisenamjöl til þykkingar
Aðferð:
Saxið laukinn og sveppina fínt og steikið í olíu eða smjöri. Hellið rauðvíni í pottinn og látið það sjóða þar til það er cirka 1/2 líter eftir. Bætið Kjúklingasoðinu í og látið aftur sjóða til helmings. Sigtið laukinn og sveppina úr sósunni. Bragðbætið með kjötkrafti. Þeytið smjörin í sósuna og kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Bætið sólþurrkuðu tómötunum í undir lokin
Bakaðir smátómatar með basil, hvítlauk og mozzarella
1 poki mozzarellaostur í litlum kúlum
1 askja smátómatar
2 msk olífuolía
2 msk Ferskt basilikum
1 msk Hvítlaukur
Salt og svartur pipar
Aðferð:
Skerið tómatana og mozzarellaost í tvo hluta veltið uppúr olífuoliu og stráið yfir hvítlauk og basillaufum
Bakið við 170° í 10 mín
Gott er að bera fram ferskt salat með klettasalati og ólífum
Höfundur: Árni Þór Arnórsson