
Grískir kjúklingaleggir
fyrir 4
Innihald:
8 stk kjúklingaleggir eða um 1 kg kjúklingabitar
300 g kartöflur
10 stk cherrytómatar skornir í 2 hluta
1 msk flögusalt
1 msk oreganó
1 tsk rosmaryn
1/4 tsk cayannepipar
1/4 tsk nýmalaður svartur pipar
1/2 dl sítrónusafi
1 dl olífuolía
1 msk saxaður hvítalukur
1 dl kjúklingasoð (vatn og teningur)
Aðferð:
Setjið kjúklingaleggina í skál og kryddið með salti, oreganó, rosmaryn, cayannepipar og svörtum pipar. Bætið saman við sítrónusafa, olífuolíu og hvítlauk. Veltið vel saman. Skerið kartöflurnar í 4-6 bita og setjið saman við. Veltið öllu saman og setjið í eldfast mót hellið leginum yfir og að lokum stráið tómötunum yfir. Bakið við 190°c í 35-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.
Berið fram með salati og fetaosti.
Árni Þór Arnórsson