.jpg)
Tex mex borgari með fetasalsa og ostasósu
Fyrir 4
4 stk hamborgari
4 stk hamborgarabrauð
Salt og nýmalaður svartur pipar
Salatblöð
Tómatar
Rauðlaukur
Salsasósa
Fetasalsa
150 gr fetaostur
2 msk saxaðar gúrkur
2 msk söxuð steinselja
1 stk chilli
1 stk lime (börkur og safi)
1 dl rauðlaukur smátt saxaður
Aðferð:
Öllu blandað vel saman.
Ostasósa
1 dós sýrður rjómi með graslauk og lauk
1 stk jalapenoostur
Aðferð:
Rífið ostinn og blandið með sýrðarjómanum
Samsetning:
Steikið hamborgarana og kryddið með salti og pipar. Hitið brauðin. Smyrjið botninnm eð ostasósu, setjið þar á salatblöð tómata og rauðlauk. Þar á kemur fetasalsa. Loks hamborgarinn og á hann salsasósa. Að lokum setjið ostasósu á brauðtoppinn og lokið hamborgarnum. Berið fram með nachos,
Höfundur Árni Þór Arnórsson