
Bökuð jarðaberjaostakaka
Fyrir c.a 8 pers
Innihald:
Botn:
150 gr hveiti
150 gr smjör
50 gr sykur
1 eggjarauða
Aðferð:
Blandið allt saman í matvinnsluvél og látið hrærast í smá stund. Takið úr matvinnsluvélinni og hnoðið í kúlu. Látið deigið kólna í c.a. 30 mín. Fletjið deigið út og setjið í form 24 cm í þvermál. Setjið vel upp á kantana á forminu og pikkið með gafli. Bakið við 200° í c.a. 10 mínútur
Jarðaberjaostafylling:
300 gr rjómaostur
2 egg
3 matsk sykur
1 dl rjómi
Safi og börkur af ½ sítrónu
300 gr fersk jarðaber
2 matsk maisenamjöl
Aðferð:
Skolið og skerið jarðaberin í bita
Hrærið saman rjómaostinn. egg, sykur, rjóma, maisena sítrónuberki, sítrónusafa og helminginn af jarðaberjunum 150 gr svo myndist þykkt krem. Setjið kremið í formið með botninum og bakið við 150° í c.a. 30 mín. Kælið og skreytið með restinni af jarðaberjunum. Berið fram með þeyttum rjóma
Höfundur Árni Þór Arnórsson