top of page

Sterkur kjúklingur með tómat og jógúrt

Fyrir 4-6

 

Innihald:

100 gr cashewhnetur

600 g kjúklingabringur

2 dl saxaður laukur

3 msk smjör til steikingar

11/2 msk garam marsala krydd

½ tsk cayannpipar ( má sleppa )

1 dós niðursoðnir tómatar

1 dós 180 gr jógúrt 

3 tsk maisenamjöl

1 tsk sykur

Salt og nýmulinn svartur pipar

 

Aðferð:

Ristið cashewhneturnar á pönnu og setjið til hliðar. Skerið kjúklingabringurnar í strimla. Steikið kjúklingastrimlana í smjörinu ásamt lauknum

Kryddið með garam marsala og cayannapipar ( má sleppa eða bæta í síðast fyrir mildari sósu). Blandið niðursoðnum tómötum saman við og lækkið hitann. Blandið maisenamjölinu í jógúrtið og hrærið saman við á pönnunni. Bragðbætið með sykri, salti og e.t.v meira af kryddi. Að lokinni eldun stráið yfir cashewhnetunum og berið fram með nan brauði og hrísgrjónum.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson

www.gottimatinn.is

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page