top of page

Bakaðar Nachosflögur

Fyrir 4-6 pers

 

1 poki nachos c.a. 450 gr

500 gr salsasósa

250 gr rjómaostur

200 gr mexikóostur rifinn

 

Meðlæti:

Sýrður rjómi með graslauk og lauk

Salsasósa

Ostasósa

 

Aðferð:

Hitaðu ofninn í 180° Settu 1/3 af snakkinu í eldfast mót. Dreifðu svo 1/3 af salsasósunni yfir, settu klípu af rjómaostinum hér og þar. Stráið ¼ af mexikóostinum yfir. Endurtaktu svo tvisvar sinnum. Endið á að dreifa restinni af mexikóostinum yfir.

Hitið í ofni í c.a. 15 mín eða þar til osturinn er fallega bráðinn. Berið fram heitt með sýrðum rjóma, salsasósu og ostasósu.

Fyrir sterkari útgáfu má einnig strá á milli laga söxuðum jalapeno

 

Afbragðsgott og matmeira er að bæta einnig við elduðum kjúkling, papriku og lauk

 

Höfundur Árni Þór Arnórsson

www.gottimatinn.is

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page