top of page
ffbaeklingur_2008-1-2-bollur.jpg

Osta múffur með skinku, tómötum og ólífum

 

Innihald:

250 g hveiti

1 msk lyftiduft

1 ts salt

40 g Smjör

2,5 dl nýmjólk

2 msk olífuolía

2 msk saxaðar ólífur

2 msk saxaðir sólþurrkaðir tómatar

100 g skinka

100 g rifinn pastaostur

100 gr kotasæla hvítlauk

 

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°. Blandið saman í höndum hveiti, lyftidufti, salti og smjöri. Velgið saman mjólk og olífuolíu. Blandið saman við mjölblönduna. Bætið í ólífum, sólþurrkuðum tómötum,  rifinni skinku, kotasælunni og ¾ af ostinum. Setjið í muffinsform og stráið restinni af ostinum yfir. Bakið við 180° í 20-25 mín

Ath að hægt er að baka minni muffur og nota sem smárétt

 

Berið fram volgt með góðu salati

 

Höfundur: Árni Þór Arnórsson

www.gottimatinn.is

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page