
Ensk buffsteik með lauksátu
Fyrir 6
Hráefni
6 nautasteikur úr lund c.a. 200 gr hver
Lauksáta
4 laukar af stærstu gerð
150 gr smjör
Sósa
HP-sósa
Worchester-sósa
Meðlætið
18-24 stk kartöflur, soðnar
Aðalrétturinn
Brúnið steikurnar á pönnu, kryddið og setjið á grind í ofn við 100° meðan lauksátan er löguð.
Lauksátan
Skerið laukinn í fínar sneiðar og steikið á djúpri pönnu í smjörinu, kryddið með salti og pipar. Látið laukinn krauma og brúnast í um það bil 20 mínútur, hrærið öðru hvoru. Berið steikurnar fram á lauksátunni ásamt kartöflunum og sósunni.
Hollráð
Þessi réttur er einfaldur og góður. Steikarsósur eins og HP og Worchester eru alltaf bornar fram í flöskunum.
Þessi réttur er úr metsölubókinni Veislubók Hagkaupa 1997
Höfundar
Árni Þór Arnórsson, Ingvar Siguðrsson, Óskar Finnsson, Kristján Sigfússon