top of page

Ofnbakaðar Kjötbollur
450 g nautahakk
2 egg
1/2 bolli mjólk
1/2 bolli rifinn parmesan ostur
1 bolli brauðmylsna
1 lítill laukur (hakkaður smátt)
2 pressuð hvítlauksrif
1/2 tsk hvítlauksrif
1/2 tsk oreganó
1 tsk salt
Nýmalaður pipar
1/4 bolli hökkuð fersk basilika eða uþb 1/2 msk þurrkuð
Aðferð:
Hrærið eggjum og mjólk saman og setjið brauðmylsnuna útí. Setjið öll hráefnin saman í skál og bætið eggjablöndunni við. Blandið öllu vel saman með höndunum eða með hnoðaranum á hrærivé. Mótið bollur og raðið á smjörpappírsklædda bökunarplötu.
Bakið við 180c í uþb 30 min eða þar til bollurnar eru eldaðar í gegn og komnar með fallega húð borið fram með salsasósu
Höfundur Árni Þór Arnórsson
bottom of page