top of page

Eplapizza með kanileplum og rjómaosti
Fyrir 8-10
1 pakki wikivaka smjördeig
2-3 stk epli skræluð og kjarnhreinsuð
2 tsk Kanill
3 msk Sykur
4 dl eplamauk
50 g Pecanhnetukjarnar
100 g rjómaostur
Aðferð:
Smyrjið deigið með mjólk og stráið yfir 2 msk af kanilsykrinum Forbakið smjördeigið í 10-15 mínútur við 180°C og kælið örlítið.
Saxið eplin frekar smátt og hrærið saman við eplamaukið smyrjið á pizzabotnin . Saxið pecanhnetukjarnana og stráið yfir. Setjið að klípur af rjómaosti á stráið restinni af kanilsykrinum yfir og bakið við 180°C í 15-20 mínútur. Berið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.
Einning að gott að setja súkkulaðirúsínur á þá svona handfylli.
Höfundur Árni Þór Arnórsson
Fyrir Kaupfélag Skagfirðinga
bottom of page