
Fylltur kjúklingur með villisveppaosti, sveppum og epli
Fyrir 4-6
Innihald:
1 stk heill kjúklingur reyna að velja stóran
2 msk olía
1 tsk rosmaryn
Fylling:
1 stk rifinn villisveppaostur
2 msk rjómaostur með svörtum pipar
100 g laukur saxaður
100 g sveppir saxaðir
½ stk epli skorið í smáa bita
60 g spínat saxað
50 gr ristaðar furuhnetur
1 tsk rosmaryn þurrkað
Salt og nýmalaður svartur pipar
Aðferð:
Þerrið kjúklinginn vel og smyrjið með olíu og kryddið með rosmaryn, salti og nýmöluðum svörtum pipar. Blandið saman fyllingunni og hrærið vel saman setjið 2/3 af fyllingunni inn í kjúklinginn. Losið skinnið á kjúklingum frá og setjið restina af fyllingunni undir skinnið á kjúklingum. Steikið kjúklinginn við 170°C í 80-100 mínútur eða þar til kjúklingurinner steiktur í gegn. Berið fram með ofnbökuðum sætkartöflu og kartöflubátum
Höfundur: Árni Þór Arnórsson