top of page

Rabbabara eplabaka
70 g smjör
100 g rjómaostur
120 g sykur
1 egg
120 g hveiti
50 g möndluspænir
100 g marsipan
3 epli
300 g rabbabari ( ef ekki fæst rabbabari þá má nota perur eða meira af eplum)
Aðferð:
Hnoðið saman smjöri, rjómaosti, sykri, hveiti, möndluspæni, marsipani og eggi. Kælið.
Saxið eplin og rabbaran og blandið saman. Setjið helming af epla og rabbabarablöndunni í smurt eldfast mót klípið þar ofaná helmingin af deiginu og setjið svo restina af epla og rabbabarablöndunni og að lokum restina af deiginu. Bakið við 175°C í 25-35 mínútur. Berið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís
Höfundur Árni Þór Arnórsson
Fyrir Kaupfélag Skagfirðinga
bottom of page