
Ungnautasirlon með villisveppasósu
Fyrir 6
Hráefni
1,5 kg mjaðmasteik (sirloin)
Villisveppasósa
3 dl dökkt kjötsoð ( eða vatnt og teningur)
30 gr þurrkaðir villisveppir
2½ dl rjómi
salt - pipar
2 msk þurrt sérrí
30 gr smjörlíki
30 gr hveiti
1 stk súputeningur
Kartöflukaka með stráþaki,
750 gr kartöflur
60 gr smjör
1 msk sykur
1 egg
½ stk blaðlaukur
1 dl rjómi
2 hráar kartöflur rifnar
Gulrætur
6 stk gulrætur meðalstórar
Aðalrétturinn
Heilsteikið sirloin steikina á grind í ofni þar til kjöthitamælir sýnir 55°c í kjarna, eða u.þ.b. 120° í 50-60 mínútur. Setjið á grill til að brúna fituröndina.
Sósan
Setjið sveppina í sjóðandi vatn og látið standa í 10 mínútur. Veiðið upp. Bakið upp soðið með smjörbollu og bætið í rjóma, sveppum og sérrí. Látið sjóða við vægan hita í 10 mínútur. Bragðbætið með salti, pipar og e.t.v. kjötkrafti.
Kartöflukaka
Sjóðið kartöflurnar, afhýðið og maukið eins og venjulega kartöflumús, kryddið með salti, pipar og sykri. Skerið blaðlaukinn smátt niður, skolið og steikið síðan í smá hluta af smjörinu við vægan hita í 2 mínútur. Setjið afganginn af smjörinu út í kartöflurmaukið. Hellið rjómanum á pönnuna og hellið saman við kartöflumaukið. Kælið ögn ef þörf krefur. Hrærið eggin út í blönduna og setjið allt í lítið, smurt eldfast mót og bakið í 15-20 mínútur við 175° hita á blæstri. Afhýðið og rífið tvær kartöflur í strá með rifjárni og veltið þeim upp úr ögn af matarolíu. Þegar bökunartíminn á kartöflukökunni er u.þ.b. hálfnaður er kartöflustráunum dreift yfir. Til þess að fá stráþakið fallega brúnt er ofninn stilltur á grill í stutta stund.
Gulrætur
Flysjið gulræturnar og skerið í strimla. Sjóðið í vatni með ögn af salti, sykri og smjöri í 3-5 mínútur.
Þessi réttur er úr metsölubókinni Veislubók Hagkaupa 1997
Höfundar
Árni Þór Arnórsson, Ingvar Siguðrsson, Óskar Finnsson, Kristján Sigfússon