
Nautaorður "surf n´turf"
Fyrir 6
'
Hráefni
1 kg ungnautalund skorin í 6 sneiðar
18 stk stórir humarhalar
Sósa
Skeljarnar af humrinum
2 dl þurrt freyðivín
3 dl dökkt kjötsoð (eða vatn og teningur)
2 dl rjómi
salt og pipar
kjötkraftur
Maisenamjöl eða sósujafnari
Grænmetið
Veljið 400 g litríkt grænmeti t.d.
Gulrætur
Rauð paprika
Kúrbítur
Sellerí
Blaðlaukur
Aðalrétturinn
Skelflettið humarinn og lagið sósuna. Berjið steikurnar létt með buffhamri, léttsteikið á pönnu í olíu í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Setjið á diska, leggið 3 humarhala á hverja steik, sósuna meðfram og grænmetið til hliðar við steikurnar.
Fyllingin
Sósan
Brúnið humarskeljarnar í olíu á pönnu. Bætið í víni og soði og látið sjóða við vægan hita í 15 mínútur. Sigtið í pott og bætið í rjóma, þykkið og bragðbætið með salti, pipar og kjötkrafti. Setjið humarhalana rétt áður en hún er borin fram og sjóðið í 2 mínútur.
Meðlætið
Snöggsjóðið grænmetið.
Heilræði/holl ráð
Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá matreiðslumeisturum Argentínu.
Þessi réttur er úr metsölubókinni Veislubók Hagkaupa 1997
Höfundar
Árni Þór Arnórsson, Ingvar Siguðrsson, Óskar Finnsson, Kristján Sigfússon