top of page
IMG_1133.jpg

Nautaorður "surf n´turf"

Fyrir 6

'

Hráefni

1 kg ungnautalund skorin í 6 sneiðar

18 stk stórir humarhalar

 

Sósa

Skeljarnar af humrinum

2 dl þurrt freyðivín

3 dl dökkt kjötsoð (eða vatn og teningur)

2 dl rjómi

salt  og pipar

kjötkraftur

Maisenamjöl eða sósujafnari

Grænmetið

Veljið 400 g litríkt grænmeti t.d.

Gulrætur

Rauð paprika

Kúrbítur

Sellerí

Blaðlaukur

Aðalrétturinn

Skelflettið humarinn og lagið sósuna.  Berjið steikurnar létt með buffhamri, léttsteikið á pönnu í olíu í 2-3 mínútur á hvorri hlið.  Setjið á diska, leggið 3 humarhala á hverja steik, sósuna meðfram og grænmetið til hliðar við steikurnar.

Fyllingin

 

Sósan

Brúnið humarskeljarnar í olíu á pönnu.  Bætið í víni og soði og látið sjóða við vægan hita í 15 mínútur.  Sigtið í pott og bætið í rjóma, þykkið og bragðbætið með salti, pipar og kjötkrafti.  Setjið humarhalana rétt áður en hún er borin fram og sjóðið í 2 mínútur.

 

Meðlætið

Snöggsjóðið grænmetið.

Heilræði/holl ráð

Þessi réttur er í miklu uppáhaldi hjá matreiðslumeisturum Argentínu.

Þessi réttur er úr metsölubókinni Veislubók Hagkaupa 1997

Höfundar

Árni Þór Arnórsson, Ingvar Siguðrsson, Óskar Finnsson, Kristján Sigfússon

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page