top of page

Riz al´mandle

Fyrir 6

 

Hráefni

200 gr grautarhrísgrjón (t.d. river)

4 dl vatn

10 dl mjólk

2 msk vanilludropar

100 gr sykur

200 gr saxaðar möndlur

5 dl rjómi

 

Hindberjasósa

200 gr frosin hindber

2dl vatn

100 gr sykur

kartöflumjöl

 

Aðferð

Aðalrétturinn

Sjóðið grjónin í vatninu í 2 mínútur.  Hellið á sigti og skolið.  Setjið aftur yfir til suðu í mjólkinni, sykrinum og vanillusykrinum.  Sjóðið við vægan hita í 45 mínútur.  Hrærið öðru hvoru svo ekki brenni í pottinum, kælið.   Hrærið möndlunum og þeyttum rjómanum varlega saman við með sleif.

 

Sósan:

Sjóðið saman berin, vatnið og sykurinn í 10 mínútur.  Þykkið með kartöflumjölinu, smjörinu útslegnu í köldu vatni.  Athugið að þykkja sósuna ekki of mikið, því hún þykkna þegar hún kólnar.  Sósuna má bera fram sigtaða eða með berjahratinu í.

 

Þessi réttur er úr metsölubókinni Veislubók Hagkaupa

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page