
Nautasteik með hörpuskel
Fyrir 6
Hráefni
6 stk nautasteikur úr lund, u.þ.b. 200 gr hver.
olía til steikingar
smjör til steikingar
salt og pipar
200 gr stór hörpuskelfiskur
Sinnepsrjómasósa
3 dl kjötsoð
2dl rjómi
1 dl rauðvín (má sleppa)
1-2 msk Grænpiparsinnep (eða Dijon sinnep)
kjötkraftur
sósujafnari
salt og pipar
Meðlætið
200 gr smjörsteiktar snjóbaunir
Aðalrétturinn
Byrjið á að laga sósuna. Steikið kjötið á pönnu og setjið í ofn í 5 mínútur á 180°C. Steikið hörpuskelina á pönnu í smá smjöri, kryddið með salti og pipar. Raðið á diska þannig að sósan kemur á botninn, þá baunir á miðjan disk, steikina ofan á og síðan er hörpuskelinni raðað utan með.
Sósan
Öllu blandað saman, soðið og þykkt með sósujafnara. Smakkað til með salti, pipar og ef til vill kjötkrafti.
Heilræði/holl ráð
Gott er að bera fram steiktar kartöflur með réttinum.
Með þessum rétti má bera fram kartöflur að eigin vali og grænmeti.
Þessi réttur er úr metsölubókinni Veislubók Hagkaupa 1997
Höfundar
Árni Þór Arnórsson, Ingvar Siguðrsson, Óskar Finnsson, Kristján Sigfússon