top of page

Sætkartöflusalat með AB mjólk og fetaosti
Fyrir c.a. 6 pers
Innihald:
200 gr AB mjólk
100 gr hreint skyr
100 gr sýrður rjómi með graslauk og lauk
80 gr fetaostur í olíu
2 msk olía
600 gr sætar kartöflur
Salt og pipar
Aðferð:
Skrælið sætkartöflurnar og skerið í bita steikið í olíunni. Kælið
Hrærið saman AB mjólk, skyri, sýrðum rjóma og muldum fetaosti.
Kryddið með salti og pipar
Að lokum blandið dressingunni og sætukartöflunum.
Hægt er að nota venjulegar kartöflur í stað sætkartafla.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson
bottom of page