
Hörpuskel með hvítlauk og engifer
Innihald:
600 gr hörpuskel
safi úr ½ sítrónu
50 gr smjör
1 msk matarolía
2 hvítlauksgeirar fínt saxaðir
1 tsk fínt saxaður ferskur engifer
2 msk brauðrasp
2 msk saxaður graslaukur
2msk nýrifinn parmesan ostur
salt og nýmalaður pipar
Aðferð:
Þerrið hörpuskelina, hitið saman smjör og olíu á stórri pönnu þar til freyðir. Setjið hörpuskelina á pönnuna og steikið við snarpan hita ásamt hvítlauk og engifer í 2 mín, kryddið með salti og pipar. Kreystið safann úr sítrónunni yfir. Takið pönnuna af hitanum og stráið brauðraspinu yfir ásamt ostinum. Setjið undir heitt grill í 1-2 mínútur eða þar til raspið verður gullið. Stráið graslauk yfir og berið fram strax
Berið fram með salati og nýbökuðu brauði.
Þessi réttur er úr metsölubókinni Veislubók Hagkaupa 1997
Höfundar
Árni Þór Arnórsson, Ingvar Siguðrsson, Óskar Finnsson, Kristján Sigfússon